7/03/2012

Skógrækt hafin í Áslandi.

Á vordögum hófu nemendur Áslandsskóla skógrækt við Ásfjall, á svæðinu ofan við Þrastarás.  Leyfi fékkst frá Hafnarfjarðarbæ fyrir því að Áslandsskóli fengi að búa til grenndarskóg á þessu svæði.



Nemendur í unglingadeild gróðursettu 140 plöntur, 35 stk. stafafuru, 35 stk gráelri, 35 stk birkiplöntur og að lokum 35 stk reynitré.







Mikið er um lúpínu á svæðinu sem hefur bæði kosti og galla í för með sér.  Hún gerir jarðveginn frjósamari og    að því leyti er hún að vinna með okkur í að græða landið en að sama skapi er hún ansi aðgangshörð og plássfrek.  En með tíð og tíma er plönturnar okkar vaxa upp og það þéttist milli trjáa þá mun lúpínan hörfa enda ekki skuggþolin.

Við munum setja hér inn myndir og texta um starfið og kannski einhvern fróðleik sem við finnum.

Þangað till næst....kær kveðja.

No comments:

Post a Comment