9/06/2012

Að tína birkifræ

Nú er tíminn til að tína "birkiköngla" af birkitrjánum.  Gott er að velja beinvaxin og falleg tré því líklegt er að eiginleikar "móðurtrésins" erfist.  Gott er að tína fullt af könglum og snúa létt upp á þá yfir skál.  Þá losna fræin af.

Ég vil hvetja íbúa Áslands að tína köngla og dreifa svo fræjunum á gróðurlausum melum í kringum Ásfjallið.  Það er jú gott að fá birkið í stað lúpínunar.  Ef þið viljið nánari ráðgjöf þá er hægt að senda mér línu á einarbjarna@aslandsskoli.is.

Ég fór með hóp af stelpum í útivistarlotum að tína fræ og dreifa.


Kv. þangað til næst

No comments:

Post a Comment